Karfa
Heildarverð viðskipta 0 ISK
0,00 EUR
0,00 USD

Ferðir frá Skaftafelli


Í suðurjaðri hvíta risans Vatnajökuls kúrir gróðurvinin Skaftafell. Staðurinn er flestum Íslendingum að góðu kunnur og hefur í margra hugum á sér ævintýralegan blæ enda umhverfið engu líkt. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli er nú orðinn hluti af Vatnajökulsþjóðgarði, lang stærsta þjóðgarði í Evrópu. Við bjóðum upp á fjölbreyttar fjallaferðir, jöklaferðir og fjallahjólaferðir frá Skaftafelli yfir sumartímann.

Margir af fegurstu skriðjöklum Vatnajökuls skríða til suðurs niður á láglendið í nágrenni Skaftafells. Þeirra fremstur er Falljökull.

Við bjóðum upp á tiltölulega auðvelda jökulgöngu á Falljökli og einnig er í boði pakkaferð sem felur í sér jökulgöngu á sama jökli auk óviðjafnanlegrar náttúruskoðunarferðar í Ingólfshöfða.

Við þá ferð er einnig hægt að bæta stórbrotinni siglingu á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.

Fyrir þá sem hafa hug á að reyna á eigin þolþrif í krefjandi landslagi svæðisins er ýmislegt í boði. Ferðir á konunginn sjálfan, Hvannadalshnúk auk minna þekktra en ekki síðri tinda eru í boði. Skoðið úrvalið hér.

Frábær leið til að skoða Skaftafell á stuttum tíma en njóta þess þó í botn er að þeysa um á hjólhesti. Við bjóðum upp á skemmtilega fjallahjólaferð um frábært landsvæði þar sem við heimsækjum meðal annars hinn fræga Bæjarstaðaskóg.

Hægt er að kynna sér ferðirnar okkar nánar hér á heimasíðunni eða hafa sambandi við okkur í síma 659-7000.

Vinalega og mjög svo umhverfisvæna söluskrifstofan okkar er staðsett við Gestastofuna í Skaftafelli. Þangað eru líka allir ávallt velkomnir í rjúkandi kaffibolla til þess að ræða málin.