Bookmark and Share

Starfsfólk

Starfsfólk Jöklamanna er lífæð fyrirtækisins. Harðgert og hörkuduglegt fólk sem sinnir starfi sínu af hugsjón og lætur ánægju í starfi vega þyngra en launaseðilinn. Ríkir fjallaleiðsögumenn hafa því miður ekki enn skotið upp kollinum í þróunarsögunni en fjallaleiðsögumenn með ánægjuglott eða bros á vör eru algeng sjón. Ríkidæmi fyrirtækisins er fólgið í starfsfólkinu sem allt á það sameiginlegt að hafa hlotið viðeigandi þjálfun og búa yfir dýrmætri reynslu sem nýtist því í starfi sínu fyrir Jöklamenn.

Jöklamenn eru:

Jökull Bergmann: Örlög hans voru ráðin strax í frumbernsku þegar hann hóf starfsferil sinn sem smaladrengur á æskustöðvunum í Skíðadal. Þar þróaði hann með sér ólæknandi fjallagirnd sem hann hefur sinnt alla tíð frá því að smalaprikið varð of lítið fyrir hann. Hann er fyrsti og eini Íslendingurinn sem hefur lokið alþjóðlegu IFMGA námi í fjallaleiðsögn. Hann bjó og starfaði í Kanada samhliða náminu þar og lagði veglega inn í reynslubankann sinn sem var þó alls ekki tómur fyrir. Jökull hefur klifrað og skíðað eins og vindurinn heimshornanna á milli, sjálfum sér til yndisauka og með viðskiptavini. Eitthvað virðist flökkueðlið vera að lúta í lægra haldi fyrir föðurlandsást og heldur hann nú að mestu til hér á landi ásamt fjölskyldu sinni og leyfir landsmönnum að njóta krafta sinna. Jökull Bergmann, er hægt að búast við einhverju öðru af manni með slíkt nafn en að verða fjallaleiðsögumaður, og það á heimsmælikvarða?

Einar Ísfeld: Fæddur og uppalinn á Íslandi, holdgervingur forfeðra sinna og gæti ekki haft Íslenskara yfirbragð. Hann hefur verið á fjöllum frá því hann man eftir sér og hóf leiðsögumannsferil sinn 18 ára gamall. Frá því að hann komst til manns hefur hann gengið yfir 100 sinnum á Hvannadalshnúk, farið þó nokkra leiðangra til Grænlands, Suður Ameríku, Bandaríkjanna og Kanada og svo mætti lengi telja. Hann vinnur að því að öðlast IFMGA réttindi í fjallaleiðsögn í Bandaríkjunum þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni yfir vetrarmánuðina. ,,Ég þrífst á orkunni sem streymir frá skjólstæðingum mínum á fjöllum. Ég er oft spurður að því hver sé uppáhalds staðurinn minn og án þess að hika segi ég Ísland. Jöklarnir og hálendið, þar er ekkert sem jafnast á við það". Einar hlakkar til að hitta þig í næstu ævintýraferð.

Erin Jorgensen:
Er brosandi fjallafíkill og mikilvægt mótvægi við allt testósterónið í fyrirtækinu. Hún kom fyrst til Íslands fyrir 6 árum síðan. Sú ferð breytti lífi hennar til frambúðar þar sem hún gjörsamlega féll fyrir landi og einum einstaklingi þjóðar vorrar. Eftir að hafa með komu sinni hingað skvett olíu á útivistaráhuga sinn ákvað hún að yfirgefa stórborgina New York fyrir fullt og allt og til að geta eytt eins miklum tíma í óbyggðunum og mögulegt er. Hún ferðaðist um alpana í Frakklandi og á Nýja Sjálandi og vann fyrir sér sem skíðakennari í Bresku Kólumbíu. Hún hefur unnið sem fjallaleiðsögumaður á Íslandi síðustu 4 sumur og þrífst á því að vera á ferð og flugi og finnst ekki verra að hafa ferðamenn með í för. Yoga á morgnana, Hvannadalshnúkur á daginn og 10 km skokk á kvöldin hljómar eins og rólegur dagur í lífi Erinar. Á veturna býr hún í Bandaríkjunum með fjölskyldunni sinni og lætur sig ekki vanta í brekkurnar á góðum púðurdögum. Erin er í einu orði ofur.


Svo til þess að sjá til að allt gengi sinn gang