Bookmark and Share

Öryggismál og þjálfun starfsmanna

Ferðir um jökla eru mjög krefjandi og geta verið hættulegar. Þess vegna eru leiðsögumennirnir okkar þjálfaðir til þess að takast á við allar mögulegar aðstæður sem upp geta komið á slíkum ferðum. Allir leiðsögumenn Glacier Guides hafa lokið stífri þjálfun í jöklaleiðsögn undir handleiðslu UIAGM-IFMGA þjálfaðra leiðbeinanda og einnig strangri þjálfun í fyrstu hjálp í óbyggðum. Við setjum markið hátt og með því að leggja metnað í stífa þjálfun starfsmanna og nota besta mögulega útbúnað getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á hámarks öryggi í ferðum okkar. Við bjóðum upp á frábærar ferðir í óviðjafnanlegu umhverfi og reynum í hvert skipti að gera upplifunina sem besta fyrir viðskiptavini okkar. Þegar öllu er á botninn hvolft er markmiðið þó aðeins eitt, að allir komi heilir heim.