Karfa
Heildarverð viðskipta 0 ISK
0,00 EUR
0,00 USD

Hvannadalshnúkur, hæsti tindur Íslands.

Það er ólýsanleg upplifun að ganga á Hvannadalshnúk. Að standa á hæsta tindi landsins og líta augum hrikalegar víðáttur stærsta jökuls í Evrópu er ótrúleg tilfinning sem erfitt er að lýsa með orðum. Ef veðurguðirnir leifa er útsýnið yfirþyrmandi fallegt og gleymist engum þeim sem upplifað hefur. Í norðri má sjá stöku fjallstoppa rísa upp af víðáttumikilli hásléttu Vatnajökuls en niðri á láglendinu lúra svartir sandarnir svo langt sem augað eygir og Atlantshafið ber við sjóndeildarhringinn.

Ganga á ,,Hnúkinn” er virkilega krefjandi viðfangsefni sem allir geta tekist á við með svolítilli líkamsþjálfun og réttu hugarfari. Göngulandið er ekki hættulaust og því er nauðsynlegt að fara í ferð sem þessa í fylgd reyndra leiðsögumanna sem kunna að takast á við þær aðstæður sem ríkja á fjallinu hverju sinni.

Við bjóðum einnig upp á úrval annarra skemmtilegra fjalla- og jöklaferða, bæði frá Skaftafelli og Reykjavík.

Nánari upplýsingar og bókanir í síma 562-7000 og 659-7000.