Bookmark and Share

Spurt og svarað


Hvaða útbúnað á ég að taka með mér í ferðina?

Það fer eftir því hvort þú ert að koma með okkur í fjallaferð eða jöklaferð. Við mælum með að þú skoðir útbúnaðarlistana okkar:
Útbúnaðarlisti fyrir fjallaferðir
Útbúnaðarlisti fyrir jöklaferðir


Getur hver sem er farið í jökulgöngu?
Við bjóðum upp á jökulgöngur á mismunandi erfiðleikastigum. Jökulganga á Virkisjökli er auðveld og ætti að henta öllum. Jökulganga á Fjallsjökli er meira krefjandi en þeir sem eru í þokkalegu líkamlegu formi ættu ekki að eiga í  nokkrum vandræðum með hana. Ísklifur í Fall- og Virkisjökli sem og ísklifur í Sólheimajökli eru svo örlítið meira krefjandi þar sem þær fela í sér klifur en auðvitað ráða þátttakendur hversu mikið þeir kjósa að reyna sig í klifrinu. Fjallaferðirnar okkar eru svo meira krefjandi. Ekki hika við að ráðfæra þig við okkur áður en þú bókar ferð og við hjálpum þér að meta hvaða ferð hentar þér best.

Þarf ég að taka með mér nesti?

Nesti er innifalið í samsettum ferðum frá Skaftafelli, þ.e. ferð á Virkisjökul og í Ingólfshöfða og ferð á Fjallsjökul og Jökulsárlón. Nesti er einnig innifalið í stökum ferðum á Fjallsjökul. Við mælum þó alltaf með því að fólk hafi með sér vatnsflösku. Varðandi nesti fyrir fjallaferðirnar okkar mælum við með að þú kynnir þér matarlistann í útbúnaðarlistanum fyrir fjallaferðir.

Þarf ég að taka með mér bakpoka?
Við mælum alltaf með því að fólk taki með sér bakpka í ferðirnar okkar. Það er allltaf gott að hafa hann til að geyma í myndavél og vatnsflösku auk þess sem það getur verið hentugt að hafa með sér auka fatnað því skjótt skipast veður í lofti. Svo getur líka verið gott að setja föt í pokann ef maður kýs að fækka fötum. Bakpoki í jöklaferðum getur verið lítill en stærri bakpoka þarf í fjallaferðirnar okkar.

Hvernig greiði ég fyrir ferðina?

Þú getur greitt fyrir ferðina með því að hringja í 659-7002 eða 571-2100, sent okkur póst á [email protected] eða keypt ferðina þína með bókunarkerfinu undir leiðarlýsingu hverrar ferðar fyrir sig.