Karfa
Heildarverð viðskipta 0 ISK
0,00 EUR
0,00 USD

Ferðir frá Reykjavík

Þrátt fyrir að Skaftafell og nágrenni sé leikfangaland náttúruunnenda og fjallafólks þá er að finna endalaust af perlum í nágrenni Reykjavíkur þó þær séu nokkuð dreifðar um stórt svæði. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fjalla- og jöklaferðum frá Reykjavík.

Fyrst er að nefna Eyjafjallajökull. Eldkeilan ógurlega er eitt háreistasta og tignarlegasta fjall landsins og göngu- eða skíðaferð á fjallið er meiriháttar upplifun.

Snæfellsjökul þekkja allir enda líklega hvoru tveggja sögufrægasta og fegursta fjall landsins. Göngu- eða skíðaferð á fjallið svíkur engan og jafnvel hörðustu raunsæismenn geta ekki þrætt fyrir kraftinn sem streymir frá fjallinu.

Heklu þarf varla að kynna. Virkasta eldfjall landsins sem við erum öll svo stolt af. Allir þekkja hana og tala um hana eins og gamlan fjölskylduvin en færri hafa sótt hana heim. Göngu- eða skíðaferð á Heklu verður aldrei annað en pílagrímsferð Íslendingsins.

Fyrir þá sem hafa ekki hug á fjallgöngum en langar að prófa eitthvað nýtt og spennandi bjóðum við upp á jökulgöngu og ísklifur á Sólheimajökli.