Jöklamenn (Glacier Guides)
Jöklamenn er fyrirtæki sem býður upp á fagmannlega fjallaleiðsögn og leggur metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytt úrval jökla- og fjallaferða auk annarra ævintýra. Söluskrifstofan okkar er staðsett við Gestastofuna í Skaftafelli, með útsýni yfir Öræfajökul sem veitir okkur innblástur og starfsorku. Við elskum vinnuna okkar.
Reyndir leiðsögumenn og besti búnaður sem völ er á tryggja öryggi þitt í ferðunum okkar og hjálpa þér að njóta áhyggjulaus alls þess sem ríki Vatnajökuls hefur upp á að bjóða. Við bjóðum þér að heimsækja með okkur staði sem annars væru ekki aðgengilegir á öruggan hátt. Við berum ómælda virðingu fyrir umhverfi okkar og þökkum fyrir þá miklu gjöf sem landið okkar er.
Við vinnum eftir strangri umhverfisstefnu enda er náttúra Vatnajökulssvæðisins gríðarlega viðkvæm og það þarf lítið til að ganga henni nærri. Það skiptir okkur mjög miklu máli að vernda náttúruna og við óskum þess að þú gerir það sama á ferðum þínum um svæðið. Við erum bara gestir, berum virðingu fyrir rausnarlegum gestgjafanum. Með fyrirfram þökk…Njóttu til hins ítrasta þeirrar sönnu fegurðar sem Ísland hefur upp á að bjóða og komdu með okkur í ævintýri að eigin vali.
Hefurðu komið með okkur í ferð nú þegar?
Endilega fylltu út
matsblað fyrir ferðirnar okkar.
Jöklamenn notast við besta búnað sem völ er á.